Bæta þarf eftirlit með samlokum

Deila:

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur birt skýrslu með niðurstöðum úttektar á opinberu eftirliti með lifandi samlokum, sem fór fram 30. ágúst – 2. september 2022. Með lifandi samlokum er m.a. átt við krækling, ostrur og kúfskel. Tilgangur úttektarinnar var að meta áhrif og skilvirkni úrbóta á opinberu eftirlitskerfi með framleiðslu á lifandi samlokum, sem gripið var til eftir úttekt ESA árið 2019. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að úrbætur voru fullnægjandi í þremur athugasemdum af sex.

Frekari úrbóta er þörf hvað varðar vöktun og sýnatöku á þörungaeitri og eitruðum þörungum, til að tryggt sé að kræklingur sé öruggur þegar hann er settur á markað og að aðferðir sem notaðar eru til greiningar á þörungaeitri uppfylli kröfur.

Niðurstöður eftirlits ESA eru settar fram í lokaskýrslu og með skýrslunni fylgir tímasett úrbótaáætlun Matvælastofnunar. Vinna við úrbætur er nú þegar hafin.

 

Deila: