Féll fyrir borð af Sighvati GK

Deila:

Sjómaðurinn, sem leitað hefur verið að á Faxaflóa féll útbyrðis af línuskipinu Sighvati GK í Grindavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vísi hf., sem gerir skipið út.
„Skip og þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar, skip Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, auk skipa á veg­um margra út­gerða hafa tekið þátt í leit­inni að hinum týnda sjó­manni og er öll­um viðkom­andi aðilum færðar dýpstu þakk­ir.

Vís­ir hf. ósk­ar ein­dregið eft­ir því að friðhelgi fjöl­skyldu sjó­manns­ins, áhafn­ar og aðstand­enda verði virt á þess­um erfiðu tím­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Í gærkvöldi var haldin fjölmenn bænamessa í Grindavíkurkirkju og meðal viðstaddra voru helstu stjórnendur Vísis. Maðurinn, sem saknað er, á konu og þrjú börn.

 

Deila: