Veiðivottorð þarf fyrir makríl
Fiskistofa vekur athygli á að frá og með 1. desember þarf veiðivottorð að fylgja með makrílafla sem fluttur er til Japans. Fiskistofa er að leggja lokahönd á að uppfæra veiðivottorðakerfið þannig að hægt sé að velja Japan sem innflutningsland.