Fiskibaka
Fiskibökur eru líklega ekki algengar á borðum okkar Íslendinga, en þær geta verið ansi fjölbreyttar og góðar. Hér kemur uppskrift af einni slíkri. Uppskriftin er fyrir fjóra. Verði ykkur að góðu.
Innihald:
Yfirbreiðsla:
1 kg. soðnar kartöflur
200ml rjómi
50ml mjólk
50g rifinn ostur
50g rifinn parmesan ostur
Fiskurinn:
100g smjör
3 blaðlaukar, ljósi hlutinn smátt sneiddur
¼ tsk. múskatduft
1½ msk. sinnep
100ml hvítvín
200ml rjómi
½ búnt af graslauk, saxað
½ sítróna, safi og börkur
125g roð- og beinlaus ýsa í stórum bitum
125g roð- og beinlaus lax í stórum bitum
125g hráar risarækjur
Aðferð:
Sjóðið kartöflurnar og flysjið þær. Setjið í skál og stappið saman með mjólk og rjóma. Kryddið og leggið til hliðar.
Setjið stóra pönnu á helluna og stillið á miðlungshita. Bræðið smjörið og mýkið á pönnunni. Bætið þá múskatinu út á, hrærið sinnepinu samanvið . Hellið þá víninu út á og láti sjóða vel niður. Bætið þá rjómanum út í og látið krauma í um 10 mínútur. Takið pönnuna af hitanum og hrærið graslauknum sítrónusafa og berki saman við. Smakkið til.
Hrærið ýsunni, laxinum og rækjunum út á pönnuna og færið blönduna síðan í ofnfast mót. Jafnið kartöflumaukinu yfir og dreifið ostinum yfir maukið. Bakið í ofni við 108°C hita í 25-30 mínútur eða þar til yfirbreiðslan er orðin fallega gullin.
Berið fram með fersku salati og góðu brauði.