Bretar semja við Noreg og ESB

Deila:

Þríhliða fiskveiðisamningar milli Breta, Norðmanna og Evrópusambandsins leiðir til þess að Bretar fá aflaheimildir að virði 36,5 milljarða íslenskra króna á næsta ári. Verðmætið eykt því um 5,8 milljarða króna.

Ráðuneyti umhverfis, matvæla og landsbyggðarmála hefur staðfest samkomulag um heimildir til veiða á sex fiskistofnum í Norðursjó, þar á meðal, þorsk, ýsu og síld. Auk þessa hafa Bretar samið um heimildir til veiða í Norðaustur-Atlantshafi á kolmunna, makríl og norsk-íslenskri síld. Verðmæti veiðiheimilda úr þessu stofnum eru virði 45 milljarða íslenskra króna. Er þá miðað við að í heildina verði kolmunnakvótinn 1,4 milljónir tonna, í makríl 782.000 tonn og síld 511.000 tonn. Aukning í kolmunna frá þessu ári er 81%, en samdráttur í makríl 2% og 15% í síld.  Þessir heildarkvótar eru í samræmi við, eða lægri en ráðleggingar Alþjóða hafrannsóknaráðsins.

Sjávarútvegsráðherra Bretlands, Mark Spencer, segir að samkomulagið við Noreg og ESB auk annarra strandríka geti skapað breskum sjávarútvegi yfir 74,4 milljarða íslenskra króna í tekjur á næsta ári.

„Þetta samkomulag stuðlar að sjálfbærum, arðbærum sjávarútvegi á komandi árum og mun jafnframt vernda auðlindir okkar í hafinu og okkar mikilvægustu fiskimið,“ segir ráðherrann.

Borið saman við þetta ár hefur þorskkvótinn í Norðursjó hækkað um 63% og verður 21.652 tonn. Ýsukvótinn hækkar um 30% og verður 58.402 tonn og lýsukvótinn hækkar það sama og verður 34.294 tonn. Rauðsprettukvótinn hækkar um 5.8% og verður132.922 tonn og ufsakvótinn hækkar um 18,7% og verður 53.374 tonn. Síldarkvótinn lækkar hins vegar um 7,3% og verður 396.556 tonn.

Deila: