Hanna drykkjarrör úr þara

Deila:

Hópur nemenda í námskeiðinu Inngangur að verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík, heimsóttu Matís á dögunum. Nemendurnir hlutu verðlaun fyrir verkefni sitt um framleiðslu endurnýjanlegs lífplasts úr þara fyrir drykkjarör.

Í verkefni sínu unnu nemendur að því að leysa af hólmi plaströr, þar sem nýjungar sem hafa komið fram á markaðinn, s.s. stálrör og papparör eru óhentug fyrir notendur. Nemendurnir ákváðu því að framleiða rör úr lífplasti úr þara. Hópurinn heimsótti Matís á dögunum og ræddu við Sophie Jensen verkefnastjóra til að afla sér aukinnar þekkingar á viðfangsefninu.

Nemendur í hópnum eru:

  • Emil Örn Aðalsteinsson
  • Hafdís Sól Björnsdóttir
  • Halldór Jökull Ólafsson
  • Helgi Hrannar Briem
  • Katla Ýr Gautadóttir

https://youtu.be/Yha0Z87cjzc

 

Deila: