Loftsteiktur lax

Deila:

Við höldum áfram að nota loftsteikjarann, Air Fryer, til að elda matinn okkar. Það er einhver hollasta og þægilegasta eldunaraðferð sem völ er á. Þessi uppskrift er bæði holl og einföld og er fyrir fjóra. Verði ykkur að góðu.

Innihald:

  • 4 bitar úr laxaflaki, roð- og beinlausir
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. pipar
  • 1 tsk. blandaðar þurrkaðar jurtir (mixed herbs)
  • 2 hvítlauksrif smátt söxuð
  • ½ msk. ólífuolía
  • 4-8 greinar spergilkál
  • Soðið kinóa eða brún hrisgrjón

Aðferð:

Blandið saman salti, pipar, blönduðum jurtum og hvítlauk í skál með smávegis af olíu. Skafið fituröndina af laxinum og þrýstið bitunum ofan í kryddblönduna þannig að hún loði vel við bitana og fari sem jafnast á þá.

Komið fiskinum fyrir í skúffunni í loftsteikjaranum (Air Fryer) og stillið græjuna á 180°C í 8-10 mínútur. Tíminn fer nokkuð eftir þykkt laxabitanna. Undir lokin getur verið gott að stilla á „blast“ í 1-2 mínútur. Mýkið spergilkálið í hinni skúffuni, ef þær eru tvær í tækinu. Annars má einfaldlega sjóða það.
Berið fram með grjónum og spergilkáli.

 

Deila: