Minningarstund

Deila:

Síldarvinnslan mun efna til minningarstundar á minningareitnum á grunni gömlu fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað á morgun. 20. desember er hinn örlagaríki dagur þegar snjóflóð féllu árið 1974 og tólf einstaklingar týndu lífi, þar á meðal sjö starfsmenn Síldarvinnslunnar.

Alls hafa tólf einstaklingar látið lífið í störfum fyrir Síldarvinnsluna. Auk þeirra sjö sem fórust í snjóflóðunum hafa þrír farist á sjó og tveir við störf í landi.

Minningarstundin hefst kl. 17.00 og er dagskrá hennar svofelld:

  • Fólk hittist við minningareitinn og kveikt er á kertum
  • Séra Benjamín Hrafn Böðvarsson og séra Bryndís Böðvarsdóttir flytja stutta hugvekju
  • Guðmundur Rafnkell Gíslason og Jón Hilmar Kárason flytja tónlist

Boðið verður upp á heitt kakó.

Að lokinni minningastundinni klukkan 18.00 verður boðið upp á síldarsmakk á Hótel Hildibrand í boði Síldarvinnslunnar. Jón Gunnar Sigurjónsson mun stýra smakkinu.

 

Deila: