Reglur um nýtingu veiðiheimilda hertar í Færeyjum

Deila:

Nýjar reglur um nýtingu veiðiheimilda taka við í Færeyjum á næsta ári. Í löggjöfinni um stjórn fiskveiða er skilyrði fyrir því að láta frá sér fiskveiðiréttindi, kvóta eða veiðidaga, að viðkomandi útgerð hafi nýtt í minnsta lagi 60% af kvótum eða veiðidögum árið áður.

Þannig þarf útgerð að hafa nýtt 60% af heimildum sínu á árinu 2023, hyggist hún leiga heimildir frá sér á næsta ári. Undantekning frá þessari reglu eru veiðiheimildir í norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna.

Lögin fela einnig í sér ákvæði sem segir að nýti útgerð ekki heimildir sínar, missi hún heimildirnar til ríkisins. Þess vegna er fiskistofu Færeyja, Vörn, falið að kann á hverju ári hvort útgerðir hafi uppfyllt nýtingarskyldu sína. Þetta ákvæði gildir reyndar ekki fyrir útróðrabáta undir 15 tonnum í flokki 5.

Þá verður gilt ákvæði á næsta ári sem kveður á um að hafi fiskiskip ekki nýtt heimildir sínar meira en 30%, falli munurinn á nýttum heimildum og 30% aftur til ríkisins. Það verður svo metið við úthlutun heimilda á árinu 2024 hvort eitthvað að heimildum tapast á þennan hátt. Vörn er gert að fylgjast með því.

 

Deila: