Vigri fékk Scanbas

Deila:

Tíminn í kringum áramót er gjarnan notaður til viðhalds skipa og það á við um togarann Vigra RE sem tekinn var í slipp í Reykjavík til ýmissa viðhaldsverkefna og endurnýjunar á búnaði. Meðal þess sem sett var í skipið var nýjasta kerfið frá aflanemaframleiðandanum Scanmar, kerfi sem ber nafnið Scanbas. Í frétt frá Scanmar á Íslandi segir að Scanbas kerfið sem fyrir var um borð í Vigra hafi verið komið til ára sinna og því hafi verið ákveðið að færa það upp í nýjasta kerfið sem heitir Scanbas 365.  Kerfið sé mikið breytt frá gamla Scanbasinum sem svo margir þekki.

Skjámynd úr Scanbas 365.

„Scanbas 365 er keyrt í Windows umhverfi og er viðmótið hannað þannig að afar einfalt er fyrir notandur að vinna í því. Hver notandi hefur sinn eigin aðgang og hefur þannig sínar eigin skjámyndir fyrir sig. Afar einfalt er að kalla fram hinar ýmsu upplýsingar á skjána og þá eru miklir möguleikar sem hægt er að nýta sér hvað trollaugamyndirnar varðar. Allir litir í Scanbas 365 eru sérstaklega valdir og hannaðir til að gott sé að horfa í skjána svo augun þreytist síður.“
Deila: