Kraftur í kolmunnaveiðinni

Deila:

„Við erum búnir að taka tvö hol og erum að kasta. Þetta byrjar afar vel. Við hífðum í gærkvöldi eftir að hafa dregið í um átta tíma og fengum 420 tonn. Það var aftur híft í morgun eftir að dregið hafði verið í um fimm tíma og þá voru 470 tonn í. Það eru semsagt komin 890 tonn um borð. Veiðisvæðið er suðaustur af Færeyjum, um 70 mílur suðaustur úr Suðurey. Þetta er inni í færeyskri lögsögu en nálægt skosku landhelgislínunni. Hér eru mörg skip að veiðum. Færeyski flotinn er hérna og íslensku skipunum fjölgar ört. Við höfum bara séð tvo Rússa en þeir hafa oft verið fleiri. Það hefur ekki verið hægt að kvarta undan veðrinu. Hér hefur verið blíða frá því við komum. Það verður vart annað sagt en að þetta byrji vel og vonandi verður framhald á þessari veiði,“ sagði Hálfdan Hálfdanarson, skipstjóra á Berki NK, í viðtali á vefsíðu Síldarvinnslunnar.
Þrjú skip fyrirtækisins eru á kolmunnamiðunum við Færeyjar; Börkur, Beitir og Barði og er í sömu frétt haft eftir Herbergt Jónssyni, stýrimanni á Beiti að veiðin hafi byrjað á tveimur góoðum togum, samtals með 840 tonna afla.
Barði NK kom seinna á miðin en hin skipin tvö og tólk skipið fyrsta hol í morgun.

Deila: