Árinu fagnað með fiskitortilla

Deila:

500 g hvít roðlaus og beinlaus fiskflök, þorskur, ýsa eða ufsi
1 tsk cumin
1 tsk kóríanderduft
2 tsk reykt paprika
2 lime
¼ rauðkál
2 stórir tómatar
2 stór avókadó
2 msk jurtaolía
8 litlar maís- eða hveititortilla kökur
lítið búnt kóríander, saxað
1 grænt chilli, fínt sneitt
100 g sýrður rjómi
chilli sósa, til að bera fram

 

 

 

 

 

 

Matreiðsla
Blandið cumin, kóríander, papriku og klípu af salti saman í stóra skál, bætið safa úr einu lime út í og blandið vel saman. Bætið fiskflökunum í blönduna og setjið til hliðar.
Skerið kálið smátt, má gera í matvinnsluvél. Kreistið safann úr hálfu lime yfir og kryddið með smá salti. Skerið salt og lime út í kálið og setjið til hliðar. Skerið tómatana í litla bita. Steinhreinsið avókadóið og skerið í sneiðar.
Hitið grillið – hvort heldur er útigrillið eða í ofninum. Klæðið bökunarplötu með álpappír og penslið með smá olíu, setjið fiskflökin á plötuna. Hellið yfir maukinu sem eftir er í í skálinni og penslið. Eldið fiskinn þar til fiskurinn er eldaður og byrjaður að taka lit.
Dreifið svolitlu af sýrðum rjóma yfir hverja tortillu. Þeir sem kjósa frekar geta hitað þær örsutt í örbylgjuofni. Setjið síðan á kökurnar kál, tómata, nokkrar sneiðar af avókadó. Loks flögur af fiskinum og að endingu góa bita af fiskinum. Þetta má svo toppa með með kóríander chilli sósu.

 

Deila: