Fyrsti kolmunnafarmur ársins til Loðnuvinnslunnar

Deila:

Fyrsta kolmunnafarmi ársins var landað á Fáskrúðsfirði um helgina þegar færeyska uppsjávarskipið Christian í Grjótinum landaði rúmum 3.000 tonn af kolmunna. Þetta er nýjasta skipið í flota Færeyinga og hið glæsilegasta.

Uppsjávarskipið Christian í Grótinum var smíðað hjá Karstensens skipasmíðastöðinni á Skagen í Danmörku og bættist í færeyska flotann í mars í fyrra. Myndir: Loðnuvnnslan

Aflann fékk skipið á kolmunnamiðunum suður af Færeyjum  fékkst suður að Færeyjum og var sólarhrings sigling þaðan til Fáskrúðsfjarðar. Væntanlega er kolmunni að berast til fleiri verksmiðja fljótlega eftir helgina enda um tugur íslenskra uppsjávarskipa að veiðum þessa stundina suður af Færeyjum.

Deila: