Tæp 5600 tonn í tvö þúsund löndunum

Deila:

Í samantekt um landaðan afla á Patreksfirði á síðasta ári segir að í heild hafi verið landað 5.656 tonnum í 1.999 löndunum. Samantektin hafnarvarða á Patreksfirði birtist í frétt á vestfirska fréttavefnum bb.is – bæjarins besta.
Línuafli var stærstur hluti landana á Patreksfirði á árinu 2022, eða 2.467 tonn. Þar á eftir kemur handfæraafli sem var 1.462 tonn, afli dragnótarbáta var var 979 tonn og botnvörpuskipa 857 tonn. Landaður grásleppuafli á árinu var 184 tonn og fjögur tonn komu úr sjóstangveiði, samkvæmt samantektinni.
Í brétt bb.is kemur einnig fram að í desembermánuði hafi verið landað röskum 400 tonnum og þar af tæpum helmingi þess afla úr togaranum Vestra BA. Þrír línubátar lögðu upp samtals 212 tonn í mánuðinum. Núpur BA fiskaði þar af um 186 tonn.

Deila: