Kynbundinn launamunur ekki til staðar

Deila:

Á milli hátíða var jafnlaunakerfi Síldarvinnslunnar tekið út af vottunarfyrirtækinu BSI en jafnlaunakerfið á að tryggja að fyrirtækið hagi stjórnun launamála samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Fyrirtækjum er skylt að sýna fram á að svo sé samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
„Þetta var fimmta úttektin sem gerð hefur verið á jafnlaunakerfi Síldarvinnslunnar og var enn og aftur staðfest að kerfið uppfyllir kröfur staðalsins,” segir í frétt frá Síldarvinnslunni. „Fyrirtækið Intenta ehf. framkvæmdi tölfræðigreiningu á launum félagsins og mældist ekki marktækur kynbundinn launamunur. Samkvæmt starfsmanna- og jafnréttisstefnu Síldarvinnslunnar skal launasetning eingöngu byggja á málefnalegum forsendum og er ánægjulegt að fá það staðfest enn og aftur að stefnunni er fylgt í reynd.“

Deila: