Bjartsýnn á loðnuvertíðina

Deila:

Guðmundur Hallsson, skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Ammassak, segist gera ráð fyrir fínni loðnuvertíð en skipið kom til Neskaupstaðar í morgun með 1.450 tonn af loðnu. Þetta er önnur loðnulöndun skipsins frá áramótun. Í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar segir hann aflann hafa fengist 50-60 sjómílur austur af Langanesi. Stærsta holið var 400 tonn.

„Við þurftum svolítið að hafa fyrir því að finna loðnuna en síðan fundum við þarna góðan blett sem við vorum á. Þarna var þokkalega mikið að sjá og loðna á 7- 8 mílna svæði. Það var virkilega mikið líf þarna og mikið af hval. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson, sem er í loðnuleit, var einmitt kominn á þetta svæði. Loðnan sem þarna fékkst var hin þokkalegasta, 35–40 stk. í kílói,“ segir Guðmundur og kemur fram í viðtalinu að vegna brælu sé gert ráð fyrir að beðið verði með brottför á loðnumiðin á nýjan leik fram á miðvikudag.

 

Deila: