Lætur vel af tíðarfarinu

Deila:

Þó veðrin hafi verið erfið mörgum sjómanninum undanfarið, líkt og komið hefur fram í fréttum hér á Auðlindinni, þá á það ekki við um öll mið. Ferskfisktogarinn Málmey SK er nú í höfn á Sauðárkróki eftir að hafa landað góðum afla og lætur Kristján Blöndal, stýrimaður á Málmey, vel af veðrinu í túrnum. Rætt  er við hann á vef FISK Seafood.

„Við vorum fjóra sólahringa á veiðum, á Þverálshorni, Strandagrunni og enduðum veiðiferðina á Sporðagrunni.
Veiðarnar hafa gengið ágætlega og var heildarmagn afla um borð um 128 tonn. Uppistaða aflans er þorskur og ýsa.
Veðrið var nokkuð gott fyrir utan einn dag í túrnum,“ sagði Kristján.

Þetta var þriðji túr Málmeyjar SK frá áramótum og er aflinn í mánuðinum orðinn tæplega 400 tonn en landanirnar eru þó einni fleiri því skipið landaði 130 tonnum á fyrsta virka degi ársisns eftir túr milli jóla og nýárs.

Deila: