Djúprækjuveiðar byrja vel

Deila:

Rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi hófust í síðustu viku og byrja vel.  Á fréttavefnum bb.is segir að þrír bátar stundi veiðarnar, þ.e. Halldór Sigurðsson ÍS 14, Valur ÍS 20 og Ásdís ÍS 2. Bátarnir hafa landað 80 tonnum það sem af er janúar en rækjan fer til vinnslu hjá verksmiðju Kampa á Ísafirði.

Hafrannsóknastofnun lagði til að á yfirstandandi fiskveiðiári yrði rækjuafli í Ísafjarðardjúpi ekki umfram 523 tonn og og ekki umfram 242 tonn í Arnarfirði. Engar rækjuveiðar voru leyfðar í Ísafjarðardjúpi á síðasta fiskveiðiári og aðeins 149 tonn í Arnarfirði.

Í mælingum Hafrannsóknastofnunar hækkaði stofnvísitala rækju í Arnarfirði í fyrra og var svipuð og á árunum 2013-2015. Stofnvísitala rækju í Ísafjarðardjúpi var svipuð í fyrra og árin 2018-2020 og yfir viðmiðunarmörkum. Því voru veiðar leyfðar nú í Djúpinu og auknar veiðar heimilaðar í Arnarfirði.

Deila: