Minni losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Brims

Deila:

Sjávarútvegsfyrirtækið Brim hefur frá árinu 2017 gefið árlega út sjálfbærniskýrslu, samhliða ársskýrslu, þar sem sett eru m.a. fram markmið fyrirtækisins og stefnu í umhverfismáum. Fyrirtækið segir árangur af þessari stefnu birtast meðal annars í minni losun gróðurhúsalofttegunda sem hafi verið 252 tonn CO2 ígilda árið 2022, samanborið við 486 tonn CO2 ígilda árið 2017. Útreikningarnir eru byggðir á losunarstuðlum Umhverfisstofnunar sem voru uppfærðir árið 2021 og eru í gildi í dag.

„Uppbygging hringrásarhagkerfis er meðal þeirra markmiða sem Brim hefur sett sér og hafa góð nýting hráefna og ábyrg meðferð á úrgangi verið leiðarljós félagsins í því samhengi. Fyrsta flokkunarstöð úrgangs var sett á fót árið 2008 á Vopnafirði og rekur Brim í dag þrjár fullbúnar flokkunarstöðvar. Upplýsingar um flokkun og afdrif úrgangs streyma rafrænt í umhverfisstjórnunarkerfi Brims og nýtast til umbótaverkefna og nýsköpunar,” segir í frétt fyrirtækisins.

Meðfylgjandi er mynd af vinnsluhúsi Brims á Norðurgarði í Reykjavík.

Deila: