Frumraun Hoffellsins á kolmunnamiðunum

Deila:

Uppsjávarskipið Hoffell SU er nú á landleið með 2.250 tonn af kolmunna sem fékkst um 100 mílur suður af Færeyjum, að því er segir á vefsíðu Loðnuvinnslunnar. Veður var slæmt í túrnum, líkt og víða á miðum þessa sólarhringana. Þetta er fyrsti kolmunnatúr Hoffellsins eftir að Loðnuvinnslan keypti skipið í fyrrasumar.
Að þessum farmi meðtöldum hefur Loðnuvinnslan tekið á móti 13-14.000 tonnum af kolmunna frá áramótum en fyrr í vikunni landaði færeyska uppsjávarskipið Tróndur í Götu um 2.000 tonnum af kolmunna til bræðslu.

Deila: