Norðmennirnir fengu tertu fyrir löndunina

Deila:

Norska uppsjávarskipið Vendla landaði 300 tonnum af loðnu hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði í gær og er þetta fyrsta loðnan sem kemur á þessari vertíð sem þar er landað. Aflann fengu Norðmennirnir um 50 mílur austur af Fáskrúðsfirði og var hún fryst fyrir Austur-Evrópmarkað. Loðnuvinnslan launaði Norðmönnum löndunina með vænni tertu, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd sem fyrirtækið birti á vef sínum.

Deila: