Vill fara að snúa sér að loðnunni

Deila:

Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq landaði fullfermi af kolmunna eða 2.100 tonn á Seyðisfirði fyrir helgina og lætur Geir Zoёga, skipstjóri vel af veiðinni suður af Færeyjum.  Rætt var við hann á vef Síldarvinnslunnar.
„Þetta gekk býsna vel hjá okkur og við fengum aflann í sex holum. Aflinn í hverju holi var frá 170 tonnum og upp í tæp 700 tonn. Það var verst við túrinn að veðrið var hundleiðinlegt. Þetta var sannkallaður brælutúr.“

Loðnuspenningurinn gerir vart við sig!
Skipstjóririnn segir tímabært að snúa sér að loðnunni.
„Nú er kominn loðnuspenningur í menn og við munum halda til loðnuveiða að löndun lokinni. Mér fannst við fá jákvæðar fréttir í gær frá loðnuleitarskipunum sem nú eru að mæla og spenningurinn hefur heldur betur gert vart við sig. Ég er bjartsýnn á loðnuvertíðina og ég held að sé skynsamlegt að fara að hyggja að loðnunni,“ segir Geir.

Meðfylgjandi er mynd af Polar Amarok við bryggju á Seyðisfirði. Mynd: Ómar Bogason

Deila: