Góður mánuður í kolmunnanum

Deila:

Að meðtöldum rúmlega 1.700 tonna kolmunnafarmi sem Beitir NK landar í Neskapstað í dag hefur Síldarvinnslan tekið á móti 29.440 tonnum af kolmunna í janúarmánuði. Á vef fyrirtækisins eegir að verksmiðjan í Neskaupstað hafi tekið 16.490 tonn til bræðslu og verksmiðjan á Seyðisfirði 12.950. Þessu til viðbótar hefur 3.550 af loðnu verið á landað í Neskaupstað þau loðnu sem var fryst í fiskiðjuveri fyrirtækisins í Neskaupstað.

Líkt og alkunna er í sjávarútvegsheiminum á Íslandi í dag er loðnan það sem allt snýst um þessa vikuna og þá fyrst og fremst hver niðurstaða verði af nýafstaðinni mælingu á stofninum. Hafrannsóknastofnun hefur boðað að niðurstöðurnar og ný veiðiráðgjöf verði birt á föstudaginn kemur.

Meðfylgjandi er mynd Helga Freys Ólasonar af kolmunnaveiðunum sem fengin er af vef Síldarvinnslunnar.

Deila: