Nýr öryggis- og mannauðsstjóri hjá Þorbirni

Deila:
Magnús Már Jakobsson hefur verið ráðinn öryggis- og mannauðsstjóri hjá Þorbirni í Grindavík. Í frétt frá fyrirtækinu segir að Magnús Már hafi mikla reynslu af sjómennsku og eftir að hann kom í land  hafi hann starfað við öryggis- og mannauðsmál.
„Þorbjörn leggur mikla áherslu á öryggismál og hefur grettistaki verið lyft í þeim málum á síðustu árum. Magnús mun koma þar sterkur inn ásamt því að taka yfir mannauðsmálin,“ segir í fréttinni.
Deila: