Loðnukvótinn aukinn um 57.300 tonn

Deila:

Í morgun gaf Hafrannsóknastofnun út nýja ráðgjöf um loðnuafla á yfirstandandi vertíð sem verði ekki meiri en 275.705 tonn. Þetta er aukning frá fyrri ráðgjöf um 57.300 tonn.

„Ráðgjöfin byggir á samanteknum niðurstöðum á mælingum á stærð veiðistofns í haustleiðangri (763 þús. tonn) og leiðangri sem fór fram dagana 23.-30. janúar (732 þús. tonn),“ segir í tilkynningu Hafrannsóknastofnunar.
Eins og komið hefur fram var loðnustofninn mældur nú í janúar með tveimur skipum Hafrannóknastofnunar og þremur uppsjávarskipum. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að aðstæður til mælinga hafi verið þokkalegar og hafi náðst að fara yfir allt það svæði sem fyrirfram fram ákveðið, þó ekki vestasta hlutann. Þar hafi hafís hamlað yfirferð. Bæði það atriði og að mælt hafi verið á móti loðnugöngunni kunni að leiða til vanmats á stofninum.

„Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir 150 000 tonnum að teknu tilliti til afráns,“s

Loðnuráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar

Deila: