Viðkvæm staða í kjaraviðræðum

Deila:
Staðan í kjarasamningum fiskimanna er viðkvæm, það verður fundur hjá Sáttasemjara á þriðjudaginn kl. 10.00, þá skýrast málin. Mögulega verður skrifað undir kjarasamning í vikunni, það kemur í ljós. Ef það gerist fer samningurinn í kynningu og atkvæðagreiðslu eins og gengur. Eitt er víst að það er löngu tímabært að sjómenn á fiskiskipum fái endurnýjaðan kjarasamning,“ segir Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna í upplýsingapósti formanns til félagsmanna.
Árni upplýsir félagsmenn sína einnig um fundi með dómsmálaráðherra, formanni fjárlaganefndar Alþingis og fleiri ráðamönnum vegna umræðu um sölu á TF-SIF, flugvél Landshelgistæslunnar en formaðurinn fór í mogun á fund fjárlaganefndar þingsins til að koma á framfæri viðhorfum Félags skipstjórnarmanna í málinu. „Tryggja þarf að LHG hafi nægilegt fjármagn til að standa undir rekstri þess mikilvæga tækjabúnaðar sem hún býr yfir,“ segir Árni.
Mynd: Þorgeir Baldursson
Deila: