Áhöfnin á Dala-Rafni framleiddi styrktardagatal

Deila:
Áhöfnin á Dala-Rafn VE er að hefja söglu á dagatali til  styrktar Krabbavörnum í Vestmannaeyjum. Á Facebook-síðu Ísfélagsins í Vestmannaeyjum er haft eftir Jóel Þór úr áhöfn togarans að sú hugmynd hafi komið upp á einu heimstíminu að gera það sama og slökkvilið víðs vegar hafa gert og búa til dagatöl með „sexy“ myndum af áhafnarmeðlimum og selja þau til styrktar góðu málefnis. Hver króna af sölunni rennur beint til Krabbavarna í Vestmannaeyjum en áhöfnin kostaði sjálf útgáfuna úr starfsmannasjóði sínum.
Eingöngu voru 100 stk. prentuð en til að kaupa eintak er hægt að hafa samband við Jóel í síma 864-3697 eða senda tölvupóst á joeljojo97@gmail.com. Hvert dagatal er selt á 5.000 krónur.
Deila: