Annríki hjá þyrlusveitinni

Deila:

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti fimm útköllum á rúmum sólarhring um helgina. Á föstudagskvöld var óskað eftir þyrlu til að flytja sjúkling frá Egilsstöðum vegna veikinda og á laugardaginn fór þyrlusveitin til Ísafjarðar, Ólafsvíkur og tvívegis til Vestmannaeyja. „Afar sjaldgæft er að Landhelgisgæslan sinni fimm þyrluútköllum á svo skömmum tíma,“ segir í færslu Landhelgisgæslunnar.

Myndir: Lhg

Deila: