Fáir á sjó í dag

Deila:

Sjómenn og útgerðir hafa tekið viðvaranir og veðurspár fyrir daginn í dag alvarlega og eru óvenju fáir á sjó. Helst eru það skuttogararnir sem eru að veiðum úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum en minni bátar eru flestir við bryggju. Það sama má segja um uppsjávarflotann sem er nánast allur í höfn og auk íslensku skipanna er mikill fjöldi norskra loðnuskipa í höfnum á Austfjörðum í dag.
Eins og fjallað var um í gær hafa verið gefnar út hvatningar um að gætt verði að skipum og bátum í höfnum þar sem há sjávarstaða og mikil veðurhæð fari saman meðan veðrið gengur yfir í dag.

Mynd: Guðmundur Guðmundsson

Deila: