Loðnuveiðar á fulla ferð

Deila:

Loðnuskipunum fjölgar nú á miðunum fyrir suðaustan land og miðað við veðurútlit ættu skipin að geta veitt af fullum krafti næstu sólarhringana. Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar, Börkur og Beitir, sem og Vilhelm Þorsteinsson EA hafa þó verið að síðustu daga og náð að halda samfelldri loðnuvinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins vinna um 70 manns við loðnuvinnsluna á þrískiptum vöktum.

Í frétt er rætt við Geir Sigurpál Hlöðversson, rekstrarstjóra fiskiðjuversins og segir hann vinnsluna ganga vel. „Við höfum verið að framleiða hæng og svonefnt mix. Hrognafyllingin er núna rúmlega 12% en það verður ekki farið að frysta á Japan fyrr en hún er orðin 15%. Veðurútlit núna er gott og menn eru bjartsýnir hvað varðar veiðina. Hér er því góð stemmning og það verður væntanlega nóg að gera á næstunni,“ segir Geir Sigurpáll.

Á meðfylgjandi mynd af vef Síldarvinnslunnar má sjá uppsjávarskipin Börk NK og Vilhelm Þorsteinsson EA en skipið landaði rúmum 2.000 tonnum af loðnu. Lokið var við löndun úr því síðarnefnda síðastliðna nótt. Mynd: Smári Geirsson / svn.is

Deila: