Bandarískur háskóli hefur starfsemi í Sjávarklasanum

Deila:

Sjávarklasinn hefur um árabil átt náið samstarf við Alaskafylki í Bandarikjunum en einn fyrsti dótturklasi Sjávarklasans sem settur var upp utan íslands var einmitt Alaska Ocean Cluster. Árið 2019 undirrituðu Íslenski sjávarklasinn og Justin Sternberg, þáverandi stjórnandi Alaska Ocean Cluster, undir viljayfirlýsingu um frekara samstarf milli þessara klasa.  Eitt afsprengi þessa samstarfs er ákvörðun Háskólans í Alaska Fairbanks að ráða Erling Guðleifsson til starfa til að efla miðlun vísinda- og tækniþekkingar frá Íslandi til Alaska á sviði sjávarútvegs, orkumála og nýsköpunar. Erlingur hefur verið hluti af ráðgjafateymi Sjávarklasans frá árinu 2018 og í hans nýja starfi mun hann hafa aðsetur í Húsi sjávarklasans. Erlingur hefur víðtæka reynslu og þekkingu á sviði fullnýtingar sjávarafurða og nýsköpunar.

Erlingur Guðleifsson.

Í tilkynningu segir að UAF sé fyrsti bandaríski háskólinn sem formlega hefji störf innan veggja Íslenska sjávarklasans. Háskólinn í Alaska Fairbanks er mjög framarlega á sviði norðurslóðarannsókna, sjávarlíffræði og þróun orkuinnviða fyrir dreifbýl svæði. Með ráðningunni hyggst UAF styrkja sig enn frekar á sviði orkumála og málefnum bláa hagkerfisins.

Deila: