Risavaxnir laxakælitankar í Bolungarvík

Deila:
Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish er að byggja upp nýtt laxasláturhús í Bolungarvík sem áformað er taka í notkun á þessu ári. Húsið verður í senn stórt, afkastamikið og vel tækjum búið en á dögunum var skipað upp í Bolungarvík tveimur kæli- og blóðgunartönkum sem verða hluti vinnslulínunnar í húsinu. Tankarnir koma frá Skaganum 3X og eru þeir stærstu sem fyrirtækið hafa smíðað en hvor um sig getur tekið 80 tonn af laxi.
Deila: