Eftirlit á loðnumiðunum

Deila:

Varðskipið Þór var á dögunum í eftirliti á loðnumiðunum fyrir austan og suðaustan land  og fóru starfsmenn Landhelgisgæslunnar um borð í alls 23 loðnuskip. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar gekk eftirlitið vel en að stærstum hluta fór það fram að næturlagi þar sem veiðin á þeim tíma var betri en að deginum til.
Landhelgisgæslan nýtti þennan túr einnig til að skipta um vindmæli í Papey.

Meðfylgjandi myndir af verkefninu eru frá Landhelgisgæslunni.


Deila: