Æfðu reykköfun í Jóni Kjartanssyni

Deila:
Áhöfnin á varðskipinu Þór æfir reglulega viðbrögð við eldsvoða sem upp kann að koma um borð í skipum á hafinu umhverfis landið. Frá því er sagt á Facebook síðu Landhelgisgæslunnar að á dögunum hafi verið haldin reykköfunaræfing um borð í fiskiskipinu Jóni Kjartanssyni á Reyðarfirði. Æfingin þótti ganga sérlega vel og setti Sævar Már Magnússon, bátsmaður á Þór, saman áhguavert myndband af æfingunni sem gefur innsýn í það hvernig svona æfing gengur fyrir sig.
Hér má horfa á myndbandið – smella
Deila: