Endanlegur loðnukvóti aukinn um 147 þúsund tonn

Deila:

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra undirritaði í dag reglugerð um endanlegt aflamark loðnu á vertíðinn og nemur aukningin frá áður útgefnum aflaheimildum 147.280 tonnum. Hafrannsóknastofnun gaf í síðustu viku út að hún kæmi til með að ráðleggja að minnsta kosti 100 þúsund tonna aukningu aflaheimlda loðnu byggt á nýjustu mælingum loðnu fyrir norðvesturlandi. Endanleg úrvinnsla mælinga skilaði ráðgjöf upp á áðurnefn rúmlega 147 þúsund tonn sem matvælaráðuneytið staðfesti með reglugerð sinni í dag.

Hlutur Íslands í aflamarki loðnu á vertíðinni verður því 329.490 tonn  og bendir ráðuneytið á að Hafrannsóknastofnun hafi í ráðgjöf sinni gert ráð fyrir að hluti þessarar aukningar verði veiddur úti fyir Norðurlandi. Boðað er að til skyndilokana geti komið á ákveðnum veiðisvæðum til að koma í veg fyrir skaðlegar veiðar og er þar vísað til þess að loðnuveiðar eru nú alfarið undan Suðurlandi vestanverðu.

 

Deila: