Kristján stýrir laxavinnslunni í Bolungarvík
Um mitt ár áformar fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish að taka í notkun stóra laxavinnslu í Bolungarvík. Vinnslan verður ein sú allra öflugasta í laxeldinu hér á landi og þar verður pakkað heilum fiski til útflutnings auk þess sem einnig er gert ráð fyrir flökun á laxi. Í frétt frá Arctic Fish segir að Kristján Rúnar Kristjánsson hafi verið tráðinn framkvæmdastjóri laxavinnslunar í Bolungarvíken hann kemur frá Noregi. Hann er 47 ára gamall og er alinn upp í Neskaupstað. Kristján starfaði áður hjá Marel og var sölustjóri iðnaðar í Noregi en hann var búsettur í Alta.
Áður starfaði Kristján Rúnar í laxavinnslum bæði sem verksmiðjustjóri hjá Grieg og og framleiðslustjóri hjá Cermaq.
Kristján og fjölskylda flytja vestur á næstu dögum en eiginkona hans tekur við stöðu gæðastjóra í vinnslunni en hún hefur einnig reynslu úr laxavinnslu í Noregi.