„Við vor­um í mik­illi lífs­hættu“

Deila:

Þriggja manna áhöfn var hætt komin þegar eldur kom skyndilega upp í línubátnum Jakobi, sem gerður er út frá Båtsfjord í Norður-Noregi. Bílddælingurinn Jón Páll Jakobsson var skipstjóri um borð í bátnum þegar eldurinn kom upp. Í viðtali við 200 mílur lýsir hann ótrúlegri atburðarrás, þar sem óhætt er að segja að hurð hafi skollið nálægt hælum.

Þegar áhöfnin kveikti ljóskastara á efsta dekki, eftir að hafa fundið fyrir miklum hita, sáu þeir hvar kolsvartur reykur gaus upp. Þeir sáu jafnframt að björgunarbáturinn stóð í ljósum logum.

Jón Páll tók stefnuna á næstu höfn en litlu mátti muna að áhöfnin þyrfti að stökkva frá borði. „Það var fjara og þegar ég kom mér upp á bryggju og lá þar varð yf­ir­t­endr­un ein­hverj­um 10 eða 20 sek­únd­um seinna,“ er hafti eftir Jóni Páli. „Ég hélt ró minni all­an tím­ann og strák­arn­ir sem voru með mér líka. En við gerðum okk­ur grein fyr­ir að þetta yrði erfitt, við vor­um í mik­illi lífs­hættu. Ég vil ekki hugsa það til enda hvað hefði getað gerst ef við hefðum verið á öðrum stað.“

Nánar má lesa um atvikið hér.

Myndin er frá höfninni í Båtsfjord í Noregi.

Deila: