Fiskeldi á Austfjörðum byggist hratt upp á ný

Deila:

„Við erum á fullu að byggja okkur upp á nýjan leik eftir sjúkdóminn og gerum ráð fyrir að hefja aftur slátrun á fiski í ágúst en síðustu slátrun lauk um áramótin,“ segir Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri Laxa/Fiskeldis Austfjarða en fyrirtækið þurfti hefja slátrun eftir að svokallaðrar ISA veiru hafði orðið vart á eldissvæðum þess á Austfjörðum. Brugðist var við í fyrrasumar í samvinnu við Matvælastofnun, vinna hafin við að slátra öllum fiski úr kvíum fyrirtækisins, ráðist var í kjölfarið í í umfanseiði síðan sett út á ný.nu og seiði sett út í kjölfarið.

ISA veiran berst ekki með fiskafurðum og hún er skaðlaus mönnum, líkt og Matvælastofnun hefur undirstrikað í tengslum við það að veirunnar varð vart á Austfjörðum.

Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða.

„Við settum út fisk í innanverðan Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð á nýjan leik í fyrra og erum að fara að setja út fisk í utanverðan Reyðarfjörð og Berufjörð í vor og haust þannig að við getum sagt að eldið sé aftur komið í fullan gang hjá okkur. Við erum að vinna með mjög stór seiði, allt að 950 grömm þegar þau fara í sjó og þess vegna verður sá fiskur sem við settum fyrst út í fyrra í Fáskrúðsfjörð kominn í sláturstærð í ágúst næstkomandi,“ segir Jens Garðar. Aðspurður segir hann að næstu mánuðir verði nýttir til viðhaldsverkefna í laxavinnslunni á Djúpavogi. Raunar er vinnslu þar nýhætt en Búlandstindur tók að sér pökkunarverkefni fyrir Arctic Fish á Vestfjörðum nú í febrúarmánuði í beinu framhaldi af því að slátrun fyrir Laxa/Fiskeldi Austfjarða lauk.

„Það má því segja að eftir millibilsástandið sem verður næstu mánuði fari öll hjól hjá okkur að snúast að fullu á haustmánuðum og framleiðslan að komast í fullan gang fram eftir næsta ári,“ segir Jens Garðar.

Víðtækar varnir byggðar upp
ISA veiran er þekkt ógn í fiskeldisheiminum og hún olli miklum usla í fiskeldi í Færeyjum um síðustu aldamót en með skipulögðum sóttvarnaaðgerðum hefur Færeyingum tekist að halda verunni fjarri síðan þá.

„Dýralæknir okkar í dag er einn helsti sérfræðingur Norðurlanda í ISA sjúkdómnum og við stöndum því vel að vígi í þekkingu innan okkar raða á viðfangsefninu. Nú vinnum við undir algjörlega nýrri framleiðsluáætlun, erum með eina kynslóð fiska í hverjum firði og erum ekki með neina samnýtingu búnaðar milli fjarða. Sömuleiðis fer starfsfólk ekki í vinnufatnaði milli svæða og í reynd má segja að við höfum reist nokkurs konar eldveggi milli eldissvæðanna, svo líkt sé við tölvuheiminn. Loks höfum við fengið heimild til að bólusetja allan okkar fisk fyrir ISA veirunni en bólusetning var ekki leyfð áður. Reynsl-

an erlendis er að bólusetning minnkar líkur á smiti um 70-80%. Aðgerðir okkar til að bregðast við sjúkdómsáfallinu hafa því verið viðamiklar og allt er gert til að slíkt endurtaki sig ekki. Í þessu verkefni höfum við horft til aðgerða Færeyinga og hvernig þeim hefur tekist að halda þessum vágesti frá fiskeldinu,“ segir Jens Garðar.

Bandaríkjamarkaður spennandi

Nokkurra mánaða uppihald á afsetningu á afurðamarkaði segir Jens Garðar að hafi ekki áhrif á kaupendur. Þeir standi með fyrirtækinu í þessu uppbyggingarstarfi og taki við vörunni þegar framleiðsla hefst á nýjan leik.

„Við erum með langtímasamninga við kaupendur og þeir hafa fullan skilning á þessari stöðu. Varan okkar hefur reynst ákaflega vel og þess njótum við núna og Framleiðsla sterk inn í haust þegar slátrun hefst á nýjan leik,“ segir Jens Garðar. Framleiðslan Laxa/Fiskeldis Austfjarða fer að stærstum hluta til Evrópulanda en einnig til Bandaríkjanna þar sem er vaxandi markaður í framtíðinni.

„Bandaríkjamarkaður er virkilega spennandi stærðar sinnar vegna og þar er því spáð að verði allt að milljón tonna aukning í eftirspurn eftir eldisfiski á næstu 10 árum.“

Eftirlitsstofnanir of fáliðaðar

Nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis kom reyndum fiskeldismönnum eins og Jens Garðari ekki í opna skjöldu en síðustu ár hafa fiskeldisfyrirtækin ítrekað gagnrýnt að mikið vanti upp á stjórnsýslu, leyfisferla og fleiri þætti sem snúi að fiskeldi.

„Mín skoðun er sú að við höfum gott og hæft fólk sem vinnur í stofnunum í kringum fiskeldið. Við höfum hins vegar bent á að sama fólkinu er ætlað að vinna í leySemtingum og sinna um leið eftirliti með eldinu út um allt land, bæði á landi og sjó. Þetta þýðir augljóslega að þegar þetta fólk er

upptekið við eftirlitsþáttinn þá er enginn að vinna að leyfismálunum á meðan. Við erum þess vegna ekki að gagnrýna starfsmenn stofnana heldur að starfsmennirnir eru bara alltof fáir miðað við þau verkefni sem stofnunum er ætlað að sinna. Það er niðurstaðan af þessari skýrslu en alltof margir hafa tekið hana og snúið út úr efni hennar og niðurstöðum. En ég er líka þeirrar skoðunar að margir þeirra sem hafa komið fram á síðustu vikum og tjáð sig um þessa skýrslu viti betur en þeir vilja vera láta. Fólk ætti í það minnsta að vera mun betur upplýst um greinina,“ segir Jens Garðar.

Veruleikanum um gjaldtöku snúið á haus
Ein þeirra fullyrðinga sem brugðið hefur fyrir í umræðunni snýr að gjaldtöku af greininni og að hún sé jafnvel engin. Það segir Jens Garðar að sé dæmi um að hlutunum hafi verið algjörlega snúið á haus.

„Staðreyndin er sú að greinin er að borga hæstu gjöld sem lögð eru á fiskeldi í heiminum í dag. Við borgum 2-300 milljónir árlega í Umhverfissjóð sjókvíaeldis, við greiðum auðlindagjald sem ríkið ákvað að skipta í þrennt þannig að 1/3 hluti fari til Fiskeldissjóðs sem útdeilir fjármunum til sveitarfélaga. Samtals erum við því að greiða um 1,5 milljarða króna í dag í þessa skatta og erum þó í ferli þar sem gjaldtakan verður stigvaxandi á samtals sjö árum. Gjaldtakan í fiskeldi á því eftir að aukast umtalsvert á komandi árum, fyrir svo utan að við fáum reikninga sérstaklega fyrir allar heimsóknir eftirlitsaðila. Það er af þessum ástæðum sem við í fiskeldinu veltum mikið fyrir okkur hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu að greinin standi ekki undir þeirri þjónustu sem ríkið er að veita henni. Þetta eru dæmi um umræðu um fiskeldið sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum.“

 

Viðtalið birtist í Sóknarfæri

Deila: