Aflaverðmæti í fyrra 195 milljarðar króna

Deila:

Heildaraflaverðmæti íslenskra skipa var 195 milljarðar króna árið 2022, samkvæmt bráðabirgðatölurm Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að heildaraflinn hafi verið 1.415 þúsund tonn.

Aflamagn jókst um 23% frá fyrra ári en aukningin árið á undan var 20%. Tekið er fram að átt er við fyrstu sölu afla. Það endurspegli ekki endilega endanlegt verðmæti sjávarafurðanna. Til viðmiðunar er nefnt að áætlað útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2022 hafi verið tæplega 350 milljarðar króna.

Verðmæti botnfiskafla var 136 milljarðar króna í fyrra. Þorskurinn var verðmætastur, rúmlega 85 milljarðar króna en verðmæti ýsu var 21 milljarður króna. Verðmæti uppsjávarafla var tæplega 48 milljarðar króna, þar af loðna 19,5. Hér fyrir neðan má sjá tölfræði síðasta árs.

Deila: