Drógu vélarvana bát til hafnar

Deila:

Oddur V. Gíslason, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, dró vélarvana sex tonna bát til Grindavíkur um helgina. Fimm manna áhöfn var um borð í bátnum, sem var staddur suðvestan við Eldey. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Fram kemur að Oddur hafi verið kominn að bátnum um klukkan tvö, aðfararnótt sunnudags. Með aðstoð áhafnar Odds hafi tekist að koma vél bátsins í gang og sigldi hann um tíma fyrir eigin vélarafli. Um klukkan þrjú drapst aftur á vélinni. Úr varð að báturinn var í kjölfarið dreginn til hafnar. Fram kemur að siglingin hafi gengið vel en Oddur kom til hafnar, með bátinn í togi, um klukkan sjö að morgni sunnudags.

Deila: