Meirihluti landsmanna mótfallinn sjókvíaeldi

Deila:

Meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn laxeldi í opnum sjókvíum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup, sem gerð var í öllum landshlutum dagana 16.-27. febrúar síðastliðinn. 61% aðspurðra eru neikvæð gagnvart eldi í opnum sjókvíum en 52% vilja banna að.

Fjórtán prósent svarenda segjast jákvæð gagnvart slíku eldi.

Könnunin var unnin fyrir Verndarsjóð villtra laxastofna (NASF), Íslenska náttúruverndarsjóðinn (IWF), Landssamband veiðifélaga og Laxinn lifi.

Þetta er tölu­verð breyt­ing í viðhorfi frá því að Gallup gerði sams­kon­ar könn­un haustið 2021 og ljóst að sí­fellt fleiri Íslend­ing­ar eru nei­kvæðir í garð lax­eld­is í opn­um sjókví­um,” seg­ir í til­kynn­ingu frá þessum aðilum.

Skorað er á ríkisstjórn Íslands að hlusta á vilja þjóðar­inn­ar og hverfa frá laxeldi í opnum sjókvíum.

Deila: