Fiskiskipum hefur fækkað síðasta áratuginn

Deila:

Flest fiskiskip á landinu eru á Vestfjörðum, 385 talsins. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands, sem heldur utan um fjölda fiskiskipa á landinu eftir landshlutum.

Mikil fækkun var á fiskiskipum á hrunárunum en þeim fjölgaði aftur hratt eftir hrun, sérstaklega eftir að strandveiðar hófust. Skipin voru flest á árunum 2012 til 2015 en hefur svo farið hægt fækkandi.

Mest hefur fækkunin verið á Vesturlandi, hvar voru 324 bátar árið 2014 en þeir eru í dag 263. Bátum hefur einnig fækkað á Suðurnesjum á á Höfuðborgarsvæðinu.

Íslenski flotinn taldi árið 2022 1.540 fiskiskip.

Fiskiskipum á landinu hefur fækkað um 156 síðastliðinu tíu ár, eða um rúmlega 9%.

Deila: