Nýr hrognabúnaður frá Eyjablikk reynist vel

Deila:

Nýr hrognabúnaður Eskju hefur reynst vel á vertíðinni, eftir smá endurbætur. Þetta kemur fram á vef Eskju. Þar segir að búnaðurinn hafi að mestu komið frá Eyjablikk í Vestmannaeyjum og hann hafi fyrst verið tekinn í notkun á loðnuvertíðinni 2022. Nýtt löndunarhús hafi einnig verið tekið í notkun.

Búnaðurinn sem að mestu leyti kemur frá Eyjablikk í Vestmannaeyjum, var fyrst tekinn í notkun á loðnuvertíðinni 2022. Ásamt nýjum hrognabúnaði var nýtt löndunarhús einnig tekið í notkun. Að sögn Tómasar Valdimarssonar, yfirmanns viðhaldsmála hjá Eskju, hefur vinnslan gengið vel og búnaðurinn til fyrirmyndar.

„Já maður getur svo sannarlega sagt að allur búnaðurinn í hrognavinnslunni virki vel, við erum virkilega ánægð með þetta og allt hefur gengið vonum framar, fram að þessu. Það er ekki bara nýji búnaðurinn sem við tókum í notkun, við fórum einnig í að endurnýja allt löndunarhúsið bræðslu meginn þar sem að hrognabúnaðurinn er og endurnýjuðum starfsmannaaðstöðuna. Þetta kemur allt mjög vel út.“

Myndin er af Facebook-síðu Eskju.

Deila: