Vilhelm aflahæstur á loðnuvertíðinni

Deila:

Samherjatogarinn Vilhelm Þorsteinsson er aflahæsta loðnuveiðiskipið á yfirstandandi loðnuvertíð, samkvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu. Vilhelm hefur landað tæplega 17 þúsund tonnum, þegar þetta er skrifað.

Loðnuveiðar ganga afar vel, mikil loðna hefur fundist og tíðarfar hefur verið með miklum ágætum.

Beitir NK og Börkur NK fylgja Vilhelm fast á hæla, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Ríflega 63% aflamarks í loðnu hefur verið veitt, það sem af er vertíðinni. Alls verður heimilt að veiða 329.460 tonn.

 

 

Deila: