Útflutningur eldisafurða slær met

Deila:

Útflutningsverðmæti eldisafurða á fyrstu tveimur mánuðum ársins nam 9,7 milljörðum króna – og hefur aldrei verið meiri á þessum tíma árs. Þetta kemur fram á Radarnum – mælaborði sjávarútvegsins. Um er að ræða 13% aukningu frá sama tímabili í fyrra – í krónum talið. Aukningin í erlendri mynt er 7%.

Fiskeldisafurðir voru 6% af verðmæti vöruútflutnings og hefur það hlutfall aldrei verið hærra á fyrstu tveimur mánuðum ársins. „Þessi aukning í útflutningstekjum af eldisafurðum er afar kærkomin enda veitir ekki af að afla meiri útflutningstekna miðað við þann halla sem er nú um stundir á utanríkisviðskiptum Íslendinga. Þetta má sjá í fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruskipti í febrúar sem birtar voru í síðustu viku,“ segir á vefnum.

Deila: