Rannsóknarblaðamenn vilja laxeldið upp úr sjónum

Deila:

Rannsóknarblaðamannirnir Catherine Collins og Douglas Frantz hvetja Íslendinga til að segja skilið við sjókvíaeldi og ala heldur fisk á landi, í lokuðum kerfum. Þetta er á meðal þess fram kom í Silfrinu, sem sýnt var á RÚV í gær. Blaðamennirnir, sem sérhæfa sig í vísindum og umhverfismálum og hafa unnið fyrir nokkra af ölfugustu fjölmiðlum heims, hafa gefið út bók um uppgang laxeldis í sjó. Þau ræddu innihald bókarinnar í þættinum í gær.

Frantz sagði meðal annars að 30 prósent af fæðu Atlantshafslaxins í eldi kæmi frá uppsjávar-smáfiski sem hafi verið veiddur við strendur Vestur-Afríku af stórum kínverskum, evrópskum og rússneskum togurum. Að sögn Frantz sé helmingur flotans þar ólöglega. Þannig sé sá fiskur hirtur í stórum stíl af borðum lágtekjufólks í Afríku og nýttur í fiska- og gæludýrafóður. „Það er mikilvægt að hafa í huga að laxeldisiðnaðurinn þykist vera að leysa úr prótínkreppu heimsins þegar staðreyndin er að fiskræktin ýtir undir þann vanda á heimsvísu,“ sagði Collins.

Fram kom einnig að sjóeldið gæti stuðlað að hnignun vilta laxins. „Fyrir aðeins ári sluppu hér áttatíu þúsund laxar frá einni eldisstöð; það eru fleiri laxar en eru í villta stofninum.“

Í þættinum var rætt um skýrslu ríkisendurskoðenda, sem á dögunum sýndu fram á miklar brotalamir í eftirliti með sjókvíaeldi á Íslandi. Frantz segir að það liggi því í augun uppi að reglugerðirnar virki ekki. „Aðeins ein reglugerð virkar,“ segir Collins. „Upp úr sjónum með þetta. Því ef eitthvað fer úrskeiðis er ekki hægt að bæta fyrir það eftir á.“

Þáttinn og umfjöllun RÚV má sjá hér:

 

Deila: