Metvertíð á Þórshöfn

Deila:

Aldrei hafa fleiri tonn af hrognum verið fryst á einni loðnuvertíð á Þórshöfn. Þetta kemur fram á staðarsíðunni Boðanum, sem haldið er úti á Facebook. Þar segir að fyrir helgi hafi þúsundasta tonnið verið fryst. Jafnframt kemur dag að verið sé að landa úr skipinu Álsey.

Unnið hefur verið á vöktum allan sólarhringinn undanfarnar vikur en fram hefur komið að skortur er á starfsfólki.

Þegar þetta er skrifað hefur 268 þúsund tonnum af loðnu verið landað á vertíðinni, á landinu öllu. Eftir er 61 þúsund tonn. Venus NS á 12.500 tonn eftir, samkvæmt núverandi stöðu, en önnur skip eiga flest á bilinu 400 til 3.500 tonn eftir.

 

 

Deila: