Rós í hnappagat Þorbjörns

Deila:
Geoff Whitehead bar sigur úr bítum á verðlaunahátíðinni National Fish and Chip Awards, sem fram fór í Lundúnum á dögunum en um 10 þúsund Fish & chips veitingastaðir eru í landinu. Þorbjörn hf. úr Grindavík segir frá þessu á Facebook-síðu sinni en Whitehead er einn þeirra fjölmörgu sem bjóða upp á íslenskan fisk. Á síðunni segir að Þorbjörn hafi átt þrjár tilnefningar í flokknum Fish & Chip takeaway of the year. „Að endingu fór það svo að Geoff Whitehead sigraði í flokknum, en hann hefur keypt vörur af Hrafni Sveinbjarnarsyni og Tómasi Þorvaldssyni í áraraðir.“
Þorbjörn segir að mikið kapp sé lagt á að skila fyrsta flokks afurð til kaupenda – þar eigi sjómenn fyrirtækisins hrós skilið.
„Síðasta sumar var sett upp nýtt og fullkomið vinnsludekk í Tómasi Þorvaldssyni sem tók mið af því að auka gæði vörunnar. Þetta er greinilega að skila sér.“
Við þetta er bætt að Hugh Lipscombe, sem steiki fisk og franskar fyrir Grindvíkinga á Fjögurum föstudegi, hafi verið heiðraðir á hátíðinni fyrir framlag sitt til greinarinnar.

Deila: