Félagslegi hlutinn verði ekki kvótasettur

Deila:

Einni ályktun um sjávarútveg var á landsfundi VG, sem haldinn var á Akureyri um helgina, vísað til skoðunar í atvinnuveganefnd á vegum VG til næsta flokksráðsfundar.

Ályktunin kveður á um að félagslegi hluti fiskveiðistjórnunarkerifins, sá hluti sem í dag er fyrir utan aflamarkskerfið, verði ekki settur í aflamark með framsali.

Ályktunin er svohljóðandi:

„Mikilvægt er að félagslegi hluti fiskveiðistjórnarkerfisins þ.e sá hluti sem er í dag fyrir utan aflamarkskerfið verði ekki settur í aflamark með framsali heldur veiðum stjórnað með öðrum hætti sem byggir á umhverfislegum,efnahagslegum og samfélagslegum hætti þ.e. sjálfbærni og þar með spornað við ennfrekari samþjöppun veiðiheimilda.“

Sjá einnig: Svigrúm til að hækka veiðigjöld

Deila: