Tíu aflahæstu skipin á loðnuvertíðinni

Deila:

Loðnuvertíðinni er að ljúka. Vilhelm Þorsteinsson er, þegar þetta er skrifað, aflahæsta loðnuveiðiskipið þessa vertíðina, með rúm 20 þúsund tonn. Nokkur skip fylgja fast á hæla hans. Samkvæmt skráningu á vef Fiskistofu er um 15% kvótans óveiddur en margir aðilar eru nánast búnir með sinn kvóta.

Á vef Síldarvinnslunnar segir að vertíðin hafi einkennst af góðri veiði, góðu veðri og góðu hráefni. Ekki amalegt það. Fram kemur að Barði NK hafi í gær verið á landleið með 1.200 tonn og grænlensku skipin Polar Amaroq og Polar Ammassak séu á austurleið með fullfermi.

Fram kemur að í Neskaupsstað sé verið að kreista hrogn úr Bjarna Ólafssyni en því næst verði unnið úr Hákoni EA. Hrognavinnslan haldi því áfram af fullum krafti.

Hér fyrir neðan má sjá tíu aflahæstu loðnuveiðiskipin á vertíðinni. Athugið að það getur tekið einhvern tíma fyrir Fiskistofu að færa inn nýjustu landanir.

Deila: